Hverjir eru huldustjórnendur WEF?

Dagana 15.-19. janúar 2024 verður haldinn 54. ársfundur Alþjóðaefnahagsráðsins – í stuttu máli WEF –í Davos-Klosters í Sviss. Þátt munu taka yfir 100 ríkisstjórnir, allar helstu alþjóðastofnanir, 1.000 stærstu alþjóðlegu fyrirtækin, mikilvægar fræðistofnanir og aðrar stofnanir og alþjóðlegir fjölmiðlar. Varla efast nokkur um að líta megi á WEF og frumkvæði þess sem drifkraft hnattvæðingarinnar. Hnattvæðingin er orðin samfélagsleg staðreynd. Hnattvæðing eða glóbaliseríng kemur frá „global“ – „varðar allan heiminn“ - og þýðir bókstaflega „verðandi á heimsvísu“. Aðrir sjá hins vegar alþjóðlegt samsæri á bak við WEF og átaksverkefni þeirra „Great Reset“ (útskýring: Ísl - Endurræsingin mikla). „Alþjóðlega elítu í stjórnmálum og viðskiptum sem stefnir að hnattrænu einræði.“ Þetta sjónarmið um hugsanlegt alheims samsæri er rægt af nánast öllum svonefndum rótgrónum, samræmdum fjölmiðlum og tuggið á því sem samsæriskenningu líkt og möntru. En hvar liggja mörkin milli hnattvæðingar, hnattrænna stjórnarhátta og miðlægrar heimsstjórnar? Eru yfirhöfuð til takmörk eða skapar vaxandi hnattvæðing einfaldlega jarðveg fyrir miðstýrða heimsstjórn? Þessi útsending varpar ljósi á þessar spurningar og kannar hvað er að baki WEF og Great Reset: Hverjir eru huldustjórendur þess og er samt um alþjóðlegt samsæri að ræða? Uppruni og stofnun WEF Árið 1971 stofnaði þýski hagfræðingurinn Klaus Schwab sjálfseignarstofnunina „European Management Conference“. Árið 1987 var hún endurnefnd „World Economic Forum“ eða í stuttu máli WEF. Á örfáum áratugum hefur WEF tekist að verða einn mikilvægasta pólitíska og efnahagslega stjórnunar- og hreyfiafl í heimsmálum. Í bók sinni „World Economic Forum – The World Power in the Background“ spyr þýski blaðamaðurinn og fjármálasérfræðingurinn Ernst Wolff hvernig óþekktur þýskur prófessor hafi getað skotist sjálfur upp í slíkar ólýsanlegar hæðir með svissneskri stofnun sinni. Voru kannski áhrifamikil öfl í bakgrunninum sem studdu hann?

 

Hér er hægt að sjá hvað kla.tv hefur um þetta að segja KLA.TV/is í útsendingu sinni.

(á íslensku)


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sautján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Áhugaverður?

Höfundur

Gídeon@Áhugavert!
Gídeon@Áhugavert!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband