Klaus Schwab stofnandi WEF – einkasamtök í leiðandi stöðu?

Frá 17. til 20. janúar 2023 hittist heimselítan úr stjórnmálum og viðskiptum í Davos á hinni árlegu ráðstefnu World Economic Forum. World Economic Forum er einkarekin svissnesk stofnun og þrýstihópur. Á fundi þeirra koma saman greiðendur meðlimagjalds meðlimir sem að kaupa þátttöku, leiðandi alþjóðlegir efnahagssérfræðingar, stjórnmálamenn, vísindamenn, félagsmálaaðilar og blaðamenn til að ræða málefni líðandi stundar á heimsvísu. Samkvæmt Wikipedia er vettvangurinn aðallega fjármagnaður af 1.000 aðildarfyrirtækjum þess – yfirleitt alþjóðlegum fyrirtækjum með veltu yfir fimm milljarða Bandaríkjadala.

Manager magazin greindi frá því fyrir fundinn: „World Economic Forum (WEF) kynnti nýlega árlega alþjóðlega áhættuskýrslu sína. Höfundar draga saman niðurstöður skýrslunnar með setningunni: „Næsti áratugur mun einkennast af vistfræðilegum og félagslegum kreppum, knúnum áfram af undirliggjandi geopólitískum og efnahagslegum stefnum.“ Klaus Schwab (84), stofnandi WEF, talar um margþætta kreppu, sem muni ofbjóða þeim sem taka ákvarðanir.“ Er Klaus Schwab með þessari yfirlýsingu að gefa í skyn að „ákvarðanatakar“, þ.e.a.s. ríkisstjórnir landanna, munu ekki lengur geta ráða við komandi kreppur á eigin spýtur?

Í bók Klaus Schwab frá 2018 „Framtíð fjórðu iðnbyltingarinnar“ skrifar lögfræðingurinn Anne-Marie Allgrove þá athyglisverðu grein „Regluverk byggt á mannréttindum“. Tilvitnun: „Tæknin opnar fólki gífurleg tækifæri í dag en við verðum að halda áfram að huga að áhrifum tækninnar á fólk, daglegt líf þess og skynun þeirra á mannréttindi sín. Hins vegar er þetta ekki lengur eingöngu ætlað ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum. Hér þarf einkageirinn að taka forystu.“

Endurtekið á mannamáli: samkvæmt WEF og Klaus Schwab ættu ókjörnar stofnanir, þ.e.a.s. hvorki stjórnvöld né löggjafi heldur einkastofnanir að taka að sér „leiðtogahlutverkið“ og ákveða hvaða staðlar og reglur eiga að gilda um nútímatækni vegna hve líkurnar á misnotkun séu miklar.

Hvernig má það vera að einmitt einkafyrirtæki sem fyrst og fremst njóta góðs af nýrri tækni, eigi að taka forystu við þróun og framfylgni mannréttinda? Ætti þetta ekki að vera verkefni stjórnlagaríkis sem er ekki knúið áfram af gróðafýsn svo það sé í raun og veru sett í framkvæmd íbúunum til verndar?

Er ekki ráðlegt að fylgjast vel með WEF svo fjórða iðnbyltingin sem spáð var fyrir um leiði ekki til algerrar réttindasviptingar íbúa og ríkis?

 

Video hér á nokkrum tungumálum Kla.tv/is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Áhugaverður?

Höfundur

Gídeon@Áhugavert!
Gídeon@Áhugavert!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband